Erlent

Flóttamenn flýja til Líberíu

Íbúar Abidjan, stærstu borgar Fílabeinsstrandarinnar, báðu fyrir friði á jóladag.nordicphotos/afp
Íbúar Abidjan, stærstu borgar Fílabeinsstrandarinnar, báðu fyrir friði á jóladag.nordicphotos/afp

Nágrannaþjóðir Fílabeinsstrandarinnar hafa hótað að beita hervaldi gegn ríkisstjórn Gbagbo, sem heldur enn fast um stjórnartaumana þrátt fyrir að hafa tapað í nýafstöðnum kosningum.

14.000 óbreyttir borgara hafa flúið frá vesturhluta landsins til Líberíu af ótta við hugsanlegt borgarastríð, en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna býst við allt að 30.000 flóttamönnum þangað ef átök brjótast út.

Gbagbo hefur krafist þess að þeir 10.000 friðargæsluliðar sem í landinu eru hverfi á brott en Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað.

- tg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×