Fótbolti

Hólmfríður náði ekki að stoppa Mörtu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Fréttablaðið
Hólmfríður Magnúsdóttir náði ekki að stoppa hina mögnuðu Mörtu frá Brasilíu í stórleik næturinnar í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Gold Pride gegn Hólmfríði og félögum hennar í Philadelphia Independence.

Marta skoraði tvö mörk í leiknum og Gold Prider er því enn á toppi deildarinnar, fimm stigum á undan Philadelphia.

Hólmfríður er nú á leiðinni heim þar sem hún spilar með kvennalandsliðinu um næstu helgi gegn Norður-Írum. Ísland leikur svo gegn Króatíu 22. júní en báðir leikirnir eru í undankeppni HM 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×