Erlent

Bréfsprengjur springa í Róm

MYND/AFP

Tveir eru sárir eftir að bréfasprengjur sprungu í sendiráðum Sviss og Chíle í Róm í dag. Starfsmaður svissneska sendiráðsins er með alvarlega höfuðáverka eftir sprenginguna en í Chíleska sendiráðinu slasaðist sá sem bréfið opnaði lítillega. Ítalska lögreglan leitar nú í öllum sendiráðum borgarinnar að svipuðum sprengjum í varúðarskyni.

Ekkert er komið fram sem útskýrir árásirnar en ítalskir fjölmiðlar gera að því skóna að svokallaðir umhverfis-hryðjuverkamenn standi á bakvið ódæðin. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur fordæmt árásirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×