Innlent

Skipulag skólanna er það sem truflar helst

Stytting leikskólatíma hefur áhrif á framlegð fyrirtækja, segir í svari eins stjórnenda.fréttablaðið/pjetur
Stytting leikskólatíma hefur áhrif á framlegð fyrirtækja, segir í svari eins stjórnenda.fréttablaðið/pjetur
Stjórnendur fyrirtækja telja lokanir í skólum og mikinn fjölda starfsdaga, ósamræmi milli frídaga leik- og grunnskóla og stuttan opnunartíma helst trufla eða valda erfiðleikum í samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs.

Þetta sýnir nýleg könnun meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins sem leiðir þó í ljós að samþætting atvinnu og fjölskyldulífs gengur almennt vel.

Um helmingur stjórnenda segir áhrifin af skipulagi skólastarfs vera lítil eða frekar lítil, um þriðjungur segist ekki hafa orðið sérstaklega var við nein áhrif en sautján prósent aðspurðra telja sig hafa orðið vör við mikla eða frekar mikla erfiðleika hjá starfsfólki vegna skipulags skólastarfs.

Einnig var spurt um umönnun aldraðra foreldra. Niðurstaðan var skýr, aðeins 5,3 prósent svarenda segjast verða vör við erfiðleika starfsfólks vegna þessa.

Könnun SA var tölvupóstkönnun og var send til 1.754 fyrirtækja en fjöldi svarenda var 572 og var svarhlutfall því 33 prósent. Áætlað er að 33.000 starfsmenn starfi hjá þeim fyrirtækjum sem þátt tóku í könnuninni. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×