Boða aukna samvinnu í atvinnumálum Þorgils Jónsson skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Ríkisstjórnarfundur í Víkingaheimum. Fréttaskýring: Ríkisstjórn kynnti í gær verkefni til að örva atvinnulíf á Suðurnesjum. Til greina kemur að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og Þróunarfélagið verður eflt. Ekkert er ákveðið um stóriðju eða einkasjúkrahús. Sveitarstjórnarfólk er ánægt með samstarfsvilja stjórnar. Mögulegt er að Landhelgisgæslan verði flutt til Keflavíkurflugvallar á næstunni og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar getur stóraukið verkefni sín á næstunni. Þetta er meðal helstu atriða sem ríkistjórnin kynnti á blaðamannafundi í Reykjanesbæ í gær. Þar var rætt um hvernig bæta mætti stöðu mála á Suðurnesjum. Hagkvæmnisathugun á flutningi Gæslunnar verður kynnt 1. febrúar næstkomandi. Þrátt fyrir að stjórnin gæfi lítið út um stöðu ýmissa atvinnumála sem hafa verið í umræðunni, svo sem álver og kísilverksmiðju í Helguvík, flugstarfsemi ECA og nýtt einkarekið sjúkrahús að Ásbrú, voru ráðherrar og sveitarstjórnarfólk jákvæð varðandi framhaldið. Aðgerðirnar voru samþykktar á fundi ríkisstjórnar í gær en um morguninn hafði stjórnin fundað með fulltrúum sveitarstjórna. Mikil ólga hefur verið á svæðinu undanfarið þar sem atvinnuleysi er hvergi meira en einmitt þar. Heimamenn hafa því þrýst á stjórnvöld að taka af skarið, sérstaklega í atvinnumálum. Meðal annarra verkefna sem kynnt voru til sögunnar voru að stofnað verður til samráðsvettvangs ríkisstjórnar og sveitarfélaga til að vinna að málum svæðisins, stutt verði við klasaverkefni á sviði líforku, sveitarfélögin hafi með sér samstarf í félagsmálum og umboðsmaður skuldara opni útibú á Suðurnesjum. Þá verður einnig stutt við menntunarverkefni á svæðinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að dregin hefði verið upp glögg mynd af stöðu Suðurnesja. „Staðan á þessu svæði er með þeim hætti að atvinnumál þarf að taka mjög föstum tökum," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir þau orð og boðaði meðal annars breytingu á skattalögum til að greiða fyrir framgangi gagnavers að Ásbrú og auknum fjárveitingum til Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar til að flýta verklegum framkvæmdum við húsakost á svæðinu.Steingrímur bætti því við að þar myndi fjölgun starfa fyrst koma í ljós. „Strax í vetur ætti það að geta skilað störfum fyrir iðnaðarmenn og fleiri." Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í lok fundar að hann væri ánægður með vilja stjórnarinnar til að vinna með sveitarfélögunum. „Það er meira virði heldur en að telja upp hversu mörg störf komi út úr einstaka verkefnum á þessari stundu. Við erum saman á þessu skipi og erum vonandi að róa í sömu átt." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Sjá meira
Fréttaskýring: Ríkisstjórn kynnti í gær verkefni til að örva atvinnulíf á Suðurnesjum. Til greina kemur að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og Þróunarfélagið verður eflt. Ekkert er ákveðið um stóriðju eða einkasjúkrahús. Sveitarstjórnarfólk er ánægt með samstarfsvilja stjórnar. Mögulegt er að Landhelgisgæslan verði flutt til Keflavíkurflugvallar á næstunni og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar getur stóraukið verkefni sín á næstunni. Þetta er meðal helstu atriða sem ríkistjórnin kynnti á blaðamannafundi í Reykjanesbæ í gær. Þar var rætt um hvernig bæta mætti stöðu mála á Suðurnesjum. Hagkvæmnisathugun á flutningi Gæslunnar verður kynnt 1. febrúar næstkomandi. Þrátt fyrir að stjórnin gæfi lítið út um stöðu ýmissa atvinnumála sem hafa verið í umræðunni, svo sem álver og kísilverksmiðju í Helguvík, flugstarfsemi ECA og nýtt einkarekið sjúkrahús að Ásbrú, voru ráðherrar og sveitarstjórnarfólk jákvæð varðandi framhaldið. Aðgerðirnar voru samþykktar á fundi ríkisstjórnar í gær en um morguninn hafði stjórnin fundað með fulltrúum sveitarstjórna. Mikil ólga hefur verið á svæðinu undanfarið þar sem atvinnuleysi er hvergi meira en einmitt þar. Heimamenn hafa því þrýst á stjórnvöld að taka af skarið, sérstaklega í atvinnumálum. Meðal annarra verkefna sem kynnt voru til sögunnar voru að stofnað verður til samráðsvettvangs ríkisstjórnar og sveitarfélaga til að vinna að málum svæðisins, stutt verði við klasaverkefni á sviði líforku, sveitarfélögin hafi með sér samstarf í félagsmálum og umboðsmaður skuldara opni útibú á Suðurnesjum. Þá verður einnig stutt við menntunarverkefni á svæðinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að dregin hefði verið upp glögg mynd af stöðu Suðurnesja. „Staðan á þessu svæði er með þeim hætti að atvinnumál þarf að taka mjög föstum tökum," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir þau orð og boðaði meðal annars breytingu á skattalögum til að greiða fyrir framgangi gagnavers að Ásbrú og auknum fjárveitingum til Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar til að flýta verklegum framkvæmdum við húsakost á svæðinu.Steingrímur bætti því við að þar myndi fjölgun starfa fyrst koma í ljós. „Strax í vetur ætti það að geta skilað störfum fyrir iðnaðarmenn og fleiri." Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í lok fundar að hann væri ánægður með vilja stjórnarinnar til að vinna með sveitarfélögunum. „Það er meira virði heldur en að telja upp hversu mörg störf komi út úr einstaka verkefnum á þessari stundu. Við erum saman á þessu skipi og erum vonandi að róa í sömu átt."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Sjá meira