Innlent

Stúdentar hertaka höfuðstöðvar íhaldsflokksins

Loftmynd af stúdentunum inn í höfuðstöðvum íhaldsflokksins.
Loftmynd af stúdentunum inn í höfuðstöðvum íhaldsflokksins. Mynd/Sky News

Allt ætlar um koll að keyra í miðborg Lundúna en þúsundir stúdenta mótmæla hækkun skólagjalda í háskólum landsins. Stúdentarnir hafa hertekið höfuðstöðvar íhaldsflokksins, rúður hafa verið brotnar og lögreglumenn meiðst.

Mótmælin hafa staðið yfir í allan dag en myndir sýna stúdentana brjóta rúður og ganga berserksgang í höfuðstöðvum breska íhaldsflokksins. Fjölmennt lögreglulið reynir að hafa stjórn á mótmælendunum. Opinberar byggingar hafa verið girtar af og fólk hefur meiðst.

Stúdentarnir mótmæla 300% hækkun skjólagjalda í háskólum landsins en samkvæmt nýrri gjaldskrá mega háskólarnir krefjast allt að 1,6 milljónum króna í skólagjöld.

Um 50 þúsund stúdenta eru taldir taka þátt í mótmælunum og segja námsmennirnir að þetta sé bara byrjunin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×