Fótbolti

Barcelona til Ítalíu með rútu vegna eldgossins?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Stjórn spænska knattspyrnufélagsins Barcelona hélt í kvöld neyðarfund vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugsamgöngur liggja víða niðri vegna gossins en Börsungar eiga leik á Ítalíu á þriðjudaginn.

Upphaflega átti leikmannahópurinn að fljúga út á mánudag en á fundinum var ákveðið að reyna að fljúga til Mílanó strax eftir æfingu á sunnudag.

Ef ekki verður hægt að lenda í Mílanó á að reyna að lenda á einhverjum öðrum nálægum flugvöllum. Ef sá möguleiki er heldur ekki til staðar mun liðið ferðast í rútu.

Barcelona mætir Inter á þriðjudag í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×