Innlent

Fiskvinnsla ekki með í greiningu á verðmæti skapandi greina

Fullyrt er að svokallaðar skapandi greinar velti meiru en landbúnaður og fiskveiðar samanlagt í niðurstöðum rannsóknar sem fimm ráðuneyti kynntu í dag.

Heildarvelta skapandi greina var 191 milljarður á síðasta ári en virðisaukaskattskyld velta var hærri en í byggingarstarfsemi og sambærileg við framleiðslu málma.

Þegar nánar er rýnt í rannsóknina sést að hvorki fiskvinnsla né úrvinnsla landbúnaðarvara eru flokkaðar með fiskveiðum og landbúnaði. Með skapandi greinum eru meðal annars taldar með hluti ferðaþjónustu og símaþjónustu.

Mennta- og menningarmálaráðherra segir niðurstöðurnar verða notaðar við atvinnuuppbyggingu framtíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×