Innlent

Einnig óánægja meðal starfsmanna Ístaks í Noregi

Óánægja ríkir með laun, meðal starfsmanna verktakafyrirtækisins Ístaks í Noregi, en þar starfa hátt í 200 Íslendingar við nokkur verkefni.

Að sögn starfsmanns Ístaks þar, eru þeir allir á verkamannalaunum í stað fagtaxta og svo sé þeim hótað brottrekstri ef þeir sætti sig ekki við það.

Þá séu ýmis kjör mun lakari en þeir töldu sig vera að ganga að, þegar þeir réðu sig til fyrirtækisins. Þetta er á sömu nótum og kvartanir sem berast frá starfsmönnum Ístaks í Kaupmannahöfn, og við greindum frá í gærkvöldi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×