Innlent

Fólk fór að streyma eftir kvöldfréttir

Boði Logason skrifar
Fólk fór að streyma í Laugardalshöllina eftir kvöldfréttir í kvöld.
Fólk fór að streyma í Laugardalshöllina eftir kvöldfréttir í kvöld.
„Röðin er núna 35 mínútur vorum við að heyra," segir Bergþóra Sigmundsdóttir hjá kjörstjórn en langar biðraðir hafa verið frá því klukkan sjö í kvöld við Laugardalshöllina þar sem utankjörfundarkosning fer fram. Biðtími kjósenda hefur farið allt upp í einn klukkutíma.

Utankjörfundarkosningin opnaði klukkan tíu í morgun og segir Bergþóra að fjölmagir hafi lagt leið sína í Laugardalshöllina í dag. „Fólki fjölgaði þó mikið eftir kvöldfréttir," segir hún.

Hún segist taka eftir því að það taki miklu lengri tíma fyrir kjósendur að kjósa en í hefðbundnum sveitarstjórnarkosningum. „Fólk er samt mjög vel undirbúið en við erum náttúrlega með miklu fleiri kjörklefa. Við erum núna með 27 í staðinn fyrir 10," segir hún.

Hægt verður að kjósa til klukkan 22 í kvöld og í fyrramálið verður opnað klukkan 10 og lokar klukkan 12 á hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×