Erlent

Biskupi sparkað fyrir að móðga krúnuna

Óli Tynes skrifar
Vilhjálmur og Kate fengu óblíðar kveðjur frá biskipi.
Vilhjálmur og Kate fengu óblíðar kveðjur frá biskipi.

Breskum biskupi hefur verið vikið úr embætti í óákveðinn tíma vegna óviðurkvæmilegrar bloggfærslu um hjónaband þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton. Pete Broadbent biskup kallaði konungsfjölskylduna flagara og þau Vilhjálm og Kate yfirborðskenndar Hollywood stjörnur. Þá lýsti hann viðbjóði á fjölmiðlafárinu vegna brúðkaupsfréttanna. Hann sagðist myndu leita leiða til þess að vera ekki á landinu á hinum stóra degi.

Biskupinn baðst afsökunar á ummælum sínum en yfirmanni hans biskupinum yfir Lundúnum þótti samt rétt að senda hann í ótímabundið frí frá störfum. Þess má geta að amma brúðgumans, Elíabet drottning er verndari bresku biskupakirkjunnar. Biskupsbloggið flokkast því væntanlega undir „lése majesté" eða móðgun við krúnuna. Höfuð fuku fyrir slíkar sakir fyrr á tímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×