Innlent

Sluppu ómeiddir úr bílveltu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bílvelta varð við Galtarholt í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi um ellefuleytið í gærkvöld. Þrír voru í jeppanum sem valt en enginn þeirra slasaðist alvarlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ökumaður grunaður um ölvun við akstur.

Töluverð hálka er í umdæmi lögreglunnar á Borgarnesi og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru líka hálkublettir allvíða á Suður- og Vesturlandi. Á Vestfjörðum er flughált í Trostansfirði. Hálka er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði sem og í Ísafjarðardjúpi. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi vestra er hálka á Öxnadalsheiði. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka á fjallvegum, en flughált er á Vopnafjarðarheiði og hálkublettir eru víða á láglendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×