Innlent

Flytja matargjafir til Mæðrastyrksnefndar án endurgjalds

Frá úthlutun Mæðrastyrksnefndar
Frá úthlutun Mæðrastyrksnefndar
Flutningafyrirtækið Eimskip Flytjandi býður þeim sem vilja gefa Mæðrastyrksnefnd matargjafir fyrir jólin að koma þeim til skila án endurgjalds.

Þeir sem vilja styrkja Mæðrastyrksnefnd með þessum hætti þurfa einungis að hafa samband við einhvern af 80 afgreiðslustöðum Eimskip Flytjanda um allt land í síma 525 7700. Eimskip Flytjandi sækir svo matargjöfina að bragði og kemur henni til skila til Mæðrastyrksnefndar án endurgjalds, hratt og örugglega.

„Við vonum að þessi þjónusta komi sér vel," segir Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri Eimskip Flytjanda. „Þeir eru margir sem vilja leggja Mæðrastyrksnefnd lið með matargjöfum fyrir jólin en vita ekki hvert er best að snúa sér. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að hjálpa þeim sem eiga undir högg að sækja og við hlökkum til að koma færandi hendi til Mæðrastyrksnefndar."

Þessi aðstoð Eimskip Flytjanda fyrir jólin kemur til viðbótar við hina árlegu söfnun Eimskips til styrktar Mæðrastyrksnefndar sem hefur skilað nefndinni allt að 2 milljónum króna á hverju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×