Erlent

Suður Kórea eykur herstyrk sinn á eyjunni sem varð fyrir árás

Stjórnvöld í Suður Kóreu ætla að auka fjölda hermanna sinna á eyjunni sem varð fyrir stórskotaliðsárás Norður Kóreu fyrir tveimur dögum. Jafnframt verður herstyrkurinn aukinn á nærliggjandi eyjum.

Samkvæmt frétt um málið á BBC er unnið stíft að því bakvið tjöldin að fá þjóðirnar tvær til að slaka á og koma í veg fyrir að deila þeirra fari úr böndunum.

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína er staddur í Rússlandi til viðræðna um málið en Rússar vilja að Kínverjar beiti áhrifum sínum til að halda Norður Kóreu í skefjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×