Erlent

Harrier orrustuþotur breska sjóhersins heyra sögunni til

Blað var brotið í sögu breska sjóhersins þegar fjórar Harrier orrustuþotur tóku á loft frá flugmóðurskipinu Ark Royal í síðasta sinn í gær.

Ákveðið hefur verið að leggja bæði Harrier flugflota sjóhersins sem og flugmóðurskipinu Ark Royal. Þoturnar og skipið fara í brotajárn á næsta ári.

Flugtakið í gær var það síðasta af bresku flugmóðurskipi næsta áratuginn. Þá verður nýtt flugmóðurskip tekið í notkun, í svokölluðum Queen Elisabet flokki. Um borð í því verða F35 Joint Strike Figther orrustuþotur.

Ark Royal er flaggskip breska flotans og hefur tekið þátt í aðgerðum m.a. á Balkanskaga og í innrásinni í Írak árið 2003. Harrier þoturnar eru þekktar fyrir að þurfa ekki flugbraut til flugtaks og lendingar. Geta raunar tekið á loft og lent á bílastæði ef út í það er farið. Þær gátu sér gott orð í Falklandseyjastríðinu 1982.

Í síðustu flugferð Harriet þotnanna frá Ark Royal var myndaður heiðursvörður á þilfari skipsins. BBC segir að ekki hafi verið laust við að sjá mátti tár í augum margra þeirra sem viðstaddir voru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×