Innlent

Velktist um í kerfinu í á þriðja ár

Dráttur á umsögn Matvælastofnunar veldur því að óvíst er hvort leyfi fæst til að selja sænsk egg hér á landi.Fréttablaðið/GVA
Dráttur á umsögn Matvælastofnunar veldur því að óvíst er hvort leyfi fæst til að selja sænsk egg hér á landi.Fréttablaðið/GVA

Umboðsmaður Alþingis átelur landbúnaðarráðherra fyrir að hafa ekki afgreitt umsókn innflytjanda um leyfi til að flytja inn egg frá Svíþjóð tveimur og hálfu ári eftir að umsóknin var lögð fram. Í nýju áliti umboðsmanns kemur fram að tilvonandi innflytjandi hafi í febrúar 2008 sótt um leyfi til að flytja inn sænsk egg. Hann kvartaði til umboðsmanns í ágúst síðastliðnum, þegar umsóknin hafði velkst um í kerfinu í tvö og hálft ár.

Þessi mikli dráttur samrýmist ekki ákvæðum um málshraða í stjórnsýslulögum, að mati umboðsmanns Alþingis. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns kemur fram að málið hafi strandað á því að umsögn um innflutninginn hafi ekki borist frá Matvælastofnun.

Umboðsmaður Alþingis segir ráðherra hafa skyldu til að hafa áhrif á hvernig undirstofnanir hans ræki sín verkefni. Hann hefði átt að setja stofnuninni tímafrest og mögulega áminna forstjóra stofnunarinnar hefði hún ekki skilað umsögn innan þess tíma.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×