Innlent

Blindir fá að velja aðstoðarmann að eigin vali

Boði Logason skrifar
Ögmundur Jónasson ráðherra
Ögmundur Jónasson ráðherra
„Það er komin niðurstaða í þetta sem ég held að sé góð sátt um," segir Ögmundur Jónasson dómsmála- og mannréttindaráðherra. Hann segir að sáttin byggist á því að blindir muni geta greitt atkvæði í kosningunum til stjórnlagaþings á laugardaginn án þess að fulltrúi kjörstjórnar verði með inn í kjörklefanum. „Þeir fara því einir í klefann með aðstoðarmann að eigin vali," segir Ögmundur.

„Við höfum verið mjög stíf á því að skera ekki á tengslin milli kjörstjórnar og aðstoð við atkvæðagreiðslunnar. Við viljum verða við réttmætum óskum blindra," segir Ögmundur. Hann segir að það sé framtíðarverkefni að blindir muni geta kosið án aðstoðar. „Það þarf að gerast með rafrænum búnaði, því miður erum við ekki með slíkan búnað við kosningar á Íslandi."

Tæplega sjö þúsund og átta hundruð kjósendur hafa kosið til stjórnalagaþings utan kjörfundar þar af kusu um fjórtán hundruð í gær. Þetta er svipuð kjörsókn og í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Utankjörfundakosning á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Laugardalshöllinni en opið er til klukkan tíu í kvöld og fram að hádegi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×