Erlent

Fyrrum þingforseti fundinn sekur um peningaþvætti

Dómstóll í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að Tom DeLay leiðtogi og fyrrum þingforseti Repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins sé sekur um peningaþvætti.

DeLay á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en refsing hans verður ákveðin í næsta mánuði. Peningaþvættið gerðist árið 2002 í kosningabaráttu Repúblikana í þingkosningum það ár í Texas.

Samkvæmt lögum í Texas er fyrirtækjum óheimilt að styðja frambjóðendur með fjárframlögum en DeLay fór fram hjá þessu með því að láta framlögin renna í gegnum höfuðstöðvar flokksins.

DeLay átti að baki 20 ára feril sem þingmaður þegar hann var ákærður í þessu máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×