Innlent

Katrín Jakobsdóttir ólétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar eiga von á þriðja barni sínu.
Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar eiga von á þriðja barni sínu.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ber barn undir belti. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. „Ég var bara að segja þingflokknum frá þessu í gærkvöldi," sagði Katrín þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að þetta þýði að hún muni þurfa að taka sér leyfi frá störfum í maí ef að allt gengur að óskum.

Katrín og Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar eiga fyrir synina Jakob og Illuga. Það er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, að íslenskur ráðherra beri barn undir belti á meðan að hann situr í embætti.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, tók sæti ráðherra árið 2003, eftir að hafa alið barn fáeinum mánuðum áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×