Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2010 09:45 Spennan er mest í H-riðli, riðli Arsenal og Braga. Nordic Photos / Getty Images Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira