Erlent

Mikill skortur á læknum og hjúkrunarfræðingum á Haíti

Mikill skortur er á læknum og hjúkrunarfræðingum á Haíti þar sem heilbrigðisyfirvöld berjast gegn útbreiðslu kólerufaraldurs sem hrjáð hefur íbúa eyjunnar.

Talið er að Haíti þarfnist að minnsta kosti 1.000 fleiri hjúkrunarfræðinga og 100 fleiri lækna til að koma í veg fyrir frekari mannslát af völdum faraldursins. Nú þegar hafa yfir 1.400 manns látist.

Þá eiga þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem til staðar eru í miklum vandræðum með að sinna störfum sínum vegna skorts á nauðsynlegum sjúkragögnum allt frá sápu og að líkpokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×