Innlent

Stórfelld rányrkja í Skotlandi

Sex skoskir skipstjórar, þar af tveir úr samtökum skoskra uppsjávarveiðimanna, hafa viðurkennt fyrir hæstarétti í Edinborg að hafa veitt og landað ólöglega tugum þúsunda tonna af makríl og síld. Samtök uppsjávarveiðimanna hafa gengið fremst í flokki þeirra sem gagnrýna makrílveiðar Íslendinga.

Ólöglegu landanirnar áttu sér stað á Hjaltlandseyjum á árunum 2002 til 2005. Alls reyndist um 200 brotatilvik að ræða. Aflaverðmætið nemur hátt í þremur milljörðum íslenskra króna eða fimmtán milljónum sterlingspunda.

Fram kom við réttinn að brotin voru þaulhugsað frá hendi útgerðarmanna og vinnsluaðila í landi. - shá










Fleiri fréttir

Sjá meira


×