Innlent

Íslendingur vann rúma milljón í póker

Sævar Ingi Sævarsson
Sævar Ingi Sævarsson Mynd/52.is
Sævar Ingi Sævarsson van rúma eina milljón króna á stóru pókermóti sem nú stendur yfir í Barcelona á Spáni. Hann endaði í 98. sæti af 758 keppendum en mótið er hluti af Evrópusku Pókermótaröðinni (EPT). Að taka þátt í svona móti kostar 5.300 evrur, eða um 800 þúsund krónur. Sævar greiddi þó ekki fullt gjald heldur vann hann sér þátttökurétt á undanmóti á netinu.

Á vefsíðunni 52.is segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Sævar vinnur fé á stóru móti erlendis því hann endaði í 53. sæti af 401 keppendum á pókermóti í Edinborg í ágúst síðastliðnum, það mót var hluti af Bresku Pókermótaröðinni (UKIPT). Að launum fékk hann 800 sterlingspund, sem jafngildir um það bil 145 þúsund krónum, en þess má geta að hann vann sér einnig þátttökurétt á það mót í undanmóti á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×