Erlent

Fundust á lífi eftir 50 daga á reki

Þrír táningsdrengir sem taldir voru af eftir að þeir týndust á Kyrrahafi fundust á lífi fimmtíu dögum eftir að síðast hafði frést af þeim. Drengirnir eru frá Tokelau eyjum sem lúta stjórn Nýja-Sjálands og lifðu þeir á kókoshnetum, regnvatni og sjófugli sem þeim tókst að handsama. Túnfiskveiðimenn sigldu fram á drengina sem voru um borð í litlum álbáti og fögnuðu þeir innilega þegar hjálpin barst. Ítarleg leit hafði verið gerð að drengjunum og eftir að hún skilaði engu höfðu minningarathafnir verið haldnar í heimabæ þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×