Bílastæðum á Hverfisgötu breytt í hjólastíg 17. ágúst 2010 13:13 Íbúar við Hverfisgötu geta ekki lengur lagt í bílastæði á götunni. Málað verður yfir þau og þau gerð að hjólastíg tímabundið. „Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið. Gert í hugsunarleysi Guðjón sem býr á Hverfisgötunni segir að mikil óánægja sé með þessa hugmynd meðal íbúa. „Heil gata er svipt hverju einasta bílastæði. Hér býr gamalt fólk og fatlað fólk, sem þarf að labba mörg hundruð metra til að komast heim til sín," segir Guðjón en íbúum er bent á að leggja í bílastæðahús sem eru á Hverfisgötunni og nágrenni. „Ef við þurfum að fara leggja í bílastæðahúsi þarf konan mín að bera dót úr búðum mörg hundruð metra og ég er iðnaðarmaður með þung verkfæri sem ég skil ekki eftir í bíl mínum yfir nóttina. Þetta er bara gert í hugsunarleysi," segir Guðjón og heldur áfram. „Frá mínu heimili eru hundrað metrar í bílastæðahús, ég er með innkeyrslu og bílastæði en ég má ekkert leggja fyrir framan bílskúrinn minn lengur."Þetta kostar bara peninga Hann furðar sig á því hvers vegna sé ekki talað við íbúa á götunni áður en byrjað er á framkvæmdum en þær hófust í gær. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir 20. ágúst. „Það er ekkert tekið tillit til okkar, þetta er alvarlegt mál." Hann segir að þrátt fyrir að það standi í bréfinu að bílastæðin verði einungis tímabundið sé verið að að eyða peningum borgarbúa. „Það er algjörlega tilgangslaust að gera þetta í mánuði og réttlæta þetta á þeim forsendum. Það er bara verið að sóa peningum okkar í dellu í mánuð, það er bara betra að sleppa þessu því þetta kostar."Íbúar fá ekki tilboð í bílastæðahúsin Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir að markmiðið sé að gera götuna hjólvæna um tíma. Hámarkshraði á götunni er 30 kílómetra hraði á klukkustund og með aukinni hjólreiðaumferð sé verið að reyna draga úr hraða biðfreiða en hraðinn sé of hár. Hann segir að þeir íbúar sem missa stæðin fyrir framan húsin sín fái ekki frían aðgang í bílastæða húsunum. „Ég er ekki með rekstur á þeim og ég kannast ekki við að þeir hafi fengið sérstök tilboð. Það er bílastæðavandi í miðborginni og það er boðið upp á menn leggi í þessum húsum fyrir fjögur þúsund á mánuði," segir Ólafur. Hjólreiðastígurinn er einungis tímabundinn og ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort að stæðin verða aðgengileg fyrir íbúa götunnar eftir þann tíma.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira