Erlent

Hugnaðist ekki varnarsamstarf Norðurlanda

Óli Tynes skrifar
Bandaríkjamenn vilja að norski heraflinn haldi sig við NATO.
Bandaríkjamenn vilja að norski heraflinn haldi sig við NATO.

Sendiherra Bandaríkjanna í Noregi varð illa við þegar Norðmenn tilkynntu um aukið samstarf við Svía og Finna í varnarmálum árið 2008. Wikileaks hefur birt pósta frá sendiherranum til utanríkisráðuneytisins í Washington. Þar finnur Benson Whitney ýmislegt sem honum finnst slæmt í þessari norrænu pólariseringu.

Meðal annars óttast hann að samstarfið kunni að draga úr framlagi Norðmanna til NATO. Sendiherrann hvetur til þess að Norðmönnum verði gerð grein fyrir því að hin endanlega baktrygging þeirra í öryggismálum komi frá Washington en ekki frá Helsinki eða Stokkhólmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×