ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild 27. nóvember 2010 08:30 Graham Avery telur að nýju ríkisstjórnirnar í Hollandi og Bretlandi vilji ljúka við Icesave-málið sem fyrst til að „kasta ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna“ milli Íslands og ESB. Mynd/Anton Brink Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira