Erlent

Hitabeltisstormurinn Tómas að skella á Haití

Hitabeltisstormurinn Tómas er um það bil að skella á Haíti en mikil úrkoma hefur hrjáð Haitibúa í alla nótt.

Enn búa um 1,3 milljón íbúa eyjunnar í tjöldum eftir jarðskjálftan stóra í janúar síðastliðnum. Stjórnvöld hafa hvatt þá sem búa í tjöldunum að leita sér skjóls annarsstaðar en flestir segja að þeir hafi hvergi höfði að halla fyrir utan tjöld sín.

Reiknað er með að Tómas muni sópa megninu af þessum tjaldbúðum á haf út. Læknar á Haíti óttast að hin mikla úrkoma sem fylgir Tómasi muni auka að mun kólerufaraldurinn sem geysað hefur á eyjunni síðustu vikur.

Þá benda nýjustu veðurupplýsingar til að Tómas sé að sækja í sig veðrið og muni ná fellibylsstyrk þegar hann skellur á Haití.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×