Innlent

Stúdentar mótmæla svæsnu klámi

Erla Hlynsdóttir skrifar
Hópur háskólanemenda sem berst gegn klámvæðingu hefur hengt upp veggspjöld víða um Reykjavík þar sem vakin er athygli á því að klámefni með vísunum í barnaklám er fáanlegt í kynlífsverslunun í borginni.

„Á sumum hulstrum er tekið fram að leikkonurnar séu orðnar 18 ára, en það er augljóslega viljandi verið að leika sér á gráa svæðinu eins og við sýnum vel á veggspjöldunum okkar. Eitt myndbandið gerir meira að segja út á sifjaspell!," segir einn meðlimur hópsins í samtali við Student.is

Nemendur í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands sjá um fréttaskrif á student.is og ræðir Katrín Guðmundsdóttir þar við tvo meðlimi hópsins, karl og konu á þrítugsaldri.

„Ástæðan fyrir því að við ákváðum að hengja upp veggspjöldin var sú að okkur fannst við þurfa að gera eitthvað" segir konan.

Með því að smella hér er hægt að nálgast mynd af veggspjaldinu en fréttastofa varar við því að efni þess er ekki við hæfi ungmenna og viðkvæmra sála.

Karlmaðurinn segir í samtali við blaðamann student.is að allir karlmenn þurfi að velta fyrir sér hvort það sé réttlætanlegt að nýta sér eymd annarrar manneskju til að ná kynferðislegri fullnægju.

Umfjöllun Student.is má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×