Innlent

Fljúga til Nuuk til að sækja sjúkling

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Með í för er læknir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Með í för er læknir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Þessa stundina er sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, að leggja af stað frá Akureyri áleiðis til á Nuuk á vesturströnd Grænlands að sækja bráðveikan sjúkling. Ásamt flugmönnum Mýflugs eru læknir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði Akureyrar um borð í vélinni.

Upphaflega var óskað eftir flugi uppúr klukkan átta í gærkvöld, en reyndist þá vera ófært til lendingar á Nuuk og var því beðið átekta eftir að veðurskilyrði bötnuðu. Búist er við því að lent verði með sjúklinginn í Reykjavík um klukkan átta í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Mýflugi er þetta í annað skiptið í þessari viku sem flogið er til Grænlands. Síðastliðinn þriðjudag var flogið til Narsarsuaq á Suður Grænlandi og þar sóttur fyrirburi ásamt móður sem einnig voru flutt til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×