Enski boltinn

Af hverju brosir Balotelli aldrei þegar hann skorar? - Mancini útskýrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/AP
Mario Balotelli, skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri Manchester City á móti Red Bull Salzburg í Evrópudeildinni í gærkvöldi og hjálpaði þar með sínu liði að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar.

Það hefur gengið mikið á hjá Balotelli á þessu tímabili og hann hefur lítið spilað vegna meiðsla og leikbanna. Hann hefur hinsvegar staðið sig þegar hann hefur spilað.

Balotelli hefur skorað 5 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum með City þrátt fyrir að spila aðeins 367 mínútur af 540 mögulegum í þessum níu leikjum.

Það vakti athygli að Balotelli sýndi engin svipbrigði þegar hann skoraði mörkin sín í gær og var sem steinrunninn eins og hefur verið rauninn þegar hann hefur skorað þessi mörk fyrir City á þessu tímabili.
Mario Balotelli skorar fyrra mark sitt.Mynd/AP
„Hann er alltaf svona því það er bara normið fyrr hann að skora mörk. Hann skorar á hverjum degi," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City í viðtali við The Independent.

Mancini er þó ekki einn um það að gagnrýna þennan 20 ára framherja fyrir að vinna ekki nógu vel fyrir liðið. Hann þykir latur á velli en það efast enginn um hæfileika hans þegar hann fær boltann.

„Mario getur spilað betur en þetta. Ég er ánægður með að hann skoraði þessi tvö mörk en það býr meira í honum. Hann getur hlaupið meira til þess að koma sér í fleiri færi og bjóða sig meira. Ég veit að það er von á meiru," sagði Mancini í viðtali á heimasíðu City.

Patrick Vieira lagði upp seinna markið fyrir Balotelli en gagnrýndi strákinn aðeins eftir leikinn. „Hann er mikill markaskorari og hefur skorað nokkur mörk fyrir okkur en hann þarf að vinna betur fyrir liðið," sagði Vieira. Leikir Mario Balotelli með Manchester City í vetur
Mario Balotelli.Mynd/AP
Enska úrvalsdeildin

Manchester City - Arsenal 0-3 [Varamaður á 72.mínútur]

Wolverhampton - Manchester City 2-1 [90 mínútur]

West Bromwich Albion - Manchester City 0-2 [63 mínútur (2 mörk)]

Stoke City - Manchester City 1-1 [90 mínútur]



Evrópudeildin


Timisoara - Manchester City 0-1 [Varamaður á 57.mínútu (1 mark)]

Manchester City - Red Bull Salzburg [71 mínúta (2 mörk)]

Samantekt:

6 leikir

5 mörk

367 mínútur

Mark a 73,4 mínútna fresti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×