Hinn nýi forseti Barcelona, Sandro Rosell, reyndi að sættast við Johan Cruyff á dögunum en án árangurs.
Cruyff hefur gegnt stöðu heiðursforseta hjá Barcelona en þegar Rosell var kjörinn forseti sagði hann að sú staða væri ekki til.
Við það fór Cruyff í fýlu og sagði af sér sem heiðursforseti.
Rosell reyndi að bera klæði á vopnin en Cruyff vildi ekki hlusta á hann. Hollendingurinn verður því áfram í fýlu og væntanlega lítið á Camp Nou í vetur.