Innlent

Slökkviliðismenn óánægðir

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Ákvörðun slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu um að fella einhliða niður greiðslur fyrir álag og að breyta vaktafyrirkomulagi veldur slökkviliðsmönnum gríðarlegri óánægju. Ákvörðun um þessar breytingar var tekin á stjórnarfundi slökkviliðsins þann 19. nóvember síðastliðinn.

Í bréfi sem slökkviliðsmenn sendu Jóni Gnarr borgarstjóra á fimmtudaginn segja þeir að verði ekkert að gert í málinu megi búast við ófyrirséðum afleiðingum sem gætu valdið röskun á starfsemi slökkviliðsins. Í bréfinu útskýra þeir hins vegar ekkert hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Í bréfinu segja þeir að óeðlilegt sé að ekki hafi verð rætt við fulltrúa starfsmanna slökkviliðsins um breytingarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×