Innlent

Færri kjósa til stjórnlagaþings en um Icesave

Frá kjörstað í morgun.
Frá kjörstað í morgun. Mynd/Stöð2
Kjörsókn í Reykjavík er þó nokkru minni en á sama tíma í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og sveitarstjórnarkosningum. Klukkan 14 í dag var kjörsóknin 13 prósent.

Klukkan 13 í dag var kjörsóknin 9,4 prósent og klukkan 11 var hún 4,4 prósent.

Í viðtölum við kjörstjórnir í morgun hefur komið fram að meira sé um að fólk á miðjum aldri og eldra sé búið að kjósa.

Kjörstaðir loka klukkan 22 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×