Innlent

Ómar Ragnarsson: Orðlaus, hrærður og þakklátur

Boði Logason skrifar
Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson

„Ég virðist hafa vitað minnst allra um einhvert óvæntasta atvik, sem mig hefur hent á lífsleiðinni, og kem af fjöllum í bókstaflegri merkingu," segir Ómar Ragnarsson á heimasíðu sinni.

Friðrik Weisshappel athafnamaður stofnaði á hádegi í gær Facebook síðu þar sem hann hvatti fólk til þess að gefa Ómari þúsund krónur í afmælisgjöf. Ómar lýsti því í viðtali við DV í gær að hann skuldaði fimm milljónir vegna kvikmynda um náttúru Íslands.

Hann segist svo hafa rekist á frétt um málið „sem gerir mig orðlausan, hrærðan og þakklátan yfir þessari óvæntu uppákomu."

Hann vitnar svo í stórmennið Winston Churchill. „Get ekkert sagt annað en að nú geta hjólin farið að snúast í verkefnum mínum og ég gríp til orða Churchills sem hann sendi Roosevelt í stríðinu: "Give me the tools and I will finish the job".Það mun ég reyna að gera með innilegu þakklæti til þeirra sem vilja leggjast með mér á árarnar," segir Ómar að lokum.

Hægt er að leggja inn á reikning Ómars sem hefur verið stofnaður en reikningsnúmerið er 0130 26 160940 og kennitala 160940 4929.

Hægt er að skoða Facebook síðuna hér.












Tengdar fréttir

Weisshappel safnar fyrir skuldugum Ómari Ragnarssyni

Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn, hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hann hvetur fólk til að gefa Ómari Ragnarssyni eitt þúsund krónur í sjötugs afmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar náttúru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×