Innlent

Vöfðu kúk inn í dagblöð og kveiktu í

Séð yfir Selfoss.
Séð yfir Selfoss.
Lögreglan á Selfossi þurfti að sinna heldur óvenjulegu útkalli um sjö leytið í kvöld. Einhverjir óprúttnir aðilar kveiktu í dagblöðum á tröppum íbúðarhúss hjá íbúa á Selfossi.

Þegar að húsráðandinn varð var við eldinn, fór hann út á tröppur og tók þá eftir því að saur af einhverju tagi var inn í blöðunum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Ekki er vitað hvort að um mannasaur hafi verið að ræða, en varðstjóri taldi það ólíklegt. Líklega væri saurinn úr hesti eða sambærilegu dýri.

Þegar húsráðandinn var búinn að slökkva eldinn hringdi hann á lögregluna sem kom á vettvang. Ekki er vitað hverjir voru að verki en hvorki húsráðandi né lögregla búast við að farið verði með málið lengra.

Varðstjóri segir að það hefði getað farið verr, en alltaf er hætta á þegar að kveikt er í, hvort sem það eru dagblöð eða eitthvað annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×