Innlent

Brennuvargar í Vestmannaeyjum fyrir dóm

SB skrifar
Eldur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Eldur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ríkissaksóknari höfðar í dag mál á hendur þremur ungmennum í Vestmannaeyjum. Þeim er gefið að sök að hafa kveikt í hópbifreið svo mikil hætta hlaust af. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Í ákæru á hendur ungu mönnunum þremur, sem fæddir eru á árunum 1989 - 1992, segir að bifreiðin hafi eyðlagst í brunanum. Jafnframt hafi klæðning og gluggarúður skemmst í nálægu húsu á Tangagötu. Hætta hafi verið á því að eldurinn gæti breiðst út en í húsinu á Tangagötu hafi verið geymdir flugeldar og önnur tæki í eigu björgunarsveitar bæjarins.

Íkveikjan virðist hafa verið vel skipulögð. Brennuvargarnir fóru margsinnis á vettvang til að kanna aðstæður. Stálu eldfimum vökva úr geymsluhúsnæðum í bænum og gerðu tvær atlögur að bílnum. Í fyrra skiptið dó eldurinn út en í seinna skiptið hentu þeir bensínbrúsa inn í bílinn sem skíðlogaði.

Þá óku þremenningarnir um götur bæjarins og athuguðu eftirlitsferðir lögreglunnar þangað til þeir töldu óhætt að kveikja í. Einna þeirra stóð svo vörð meðan hinir tveir tendruðu eldinn.

Ferðaþjónusta Vestmannaeyja, sem átti bílinn, gerir um þriggja milljón króna skaðabótakröfu á hendur drengjunum. Málið verður þingfest í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×