Erlent

Sauma þurfti 12 spor í vörina á Barack Obama

Hér sést forsetinn labba út í bíl stuttu eftir óhappið. Mynd/AFP
Hér sést forsetinn labba út í bíl stuttu eftir óhappið. Mynd/AFP
Sauma þurfti tólf spor í vörina á Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, eftir að hann var að leika sér í körfubolta með sínum nánustu samstarfsmönnum í gærmorgun. Forsetinn fékk olnbogaskot frá mótherja sínum í vörina á meðan á leiknum stóð.

Læknir Hvíta hússins saumaði vörina á Obama saman en hann var staðdeyfður áður en skurðurinn var saumaður. Forsetinn er mikill aðdáandi körfuknattleiks og hefur sagt í viðtölum að hann spili oft körfubolta í frístundum.

Forsetinn getur tekið því rólega um helgina því hann hefur engar opinberar skyldur nú þegar að þakkargjörðarhátíðin stendur sem hæst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×