Innlent

Pakkajól í Smáralind

Árleg Pakkajól Bylgjunnar verða við jólatréð í Smáralind á aðventunni í ár eins og fjölmörg undanfarin ár.

Markmið Pakkajóla Bylgjunnar öll börn á Íslandi eigi gleðileg jól og að allir fái eitthvað fallegt.

Þannig geta þeir sem eru aflögufærir sett eina aukagjöf undir jólatréð í Smáralind á aðventunni. Við þjónustuborðið í Smáralind má finna jólapappír til að pakka inn gjöfinni en þar eru líka nauðsynlegir merkimiðar sem þarf að setja á pakkana. Á miðann er merkt við hvort pakkinn henti dreng eða stúlku og á hann er skrifað fyrir hvaða aldur gjöfin hentar.

Hjálparstofnanir taka við pökkunum og deila þeim þangað sem þeirra er þörf.

Það hefur víða myndast góð stemmning fyrir Pakkajólunum í gegn um árin og oft má sjá stóra hópa skólabarna, íþróttafélaga og annara hópa koma að trénu til að setja fjölda gjafa þar undir.

Bylgjan hvetur alla sem halda utan um slíka hópa að senda línu á bylgjan@bylgjan.is og mynd mætti fylgja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×