Innlent

Vilja rannsókn á helstu ráðuneytum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þór Saari er einn af þingmönnum Hreyfingarinnar.
Þór Saari er einn af þingmönnum Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar vilja að gerð verði sjálfstæð og óháð rannsókn á forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti og starfsháttum þeirra frá ársbyrjun 2007 til loka september þessa árs.

Í þingsályktunartillögu sem þingmennirnir hafa lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að forseti Alþingis skipi þriggja manna nefnd til að vinna rannsóknina og skila um hana skýrslu til Alþingis innan sex mánaða frá skipun nefndarinnar. Rannsóknin taki sérstaklega til samskipta við önnur ráðuneyti, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið, ákvarðana sem voru teknar í viðkomandi ráðuneytum á tímabilinu og atburða sem tengjast falli bankanna.

Í greinagerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að tillagan sé lögð fram í ljósi umfjöllunar um forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneyti í skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar sé lagt til að gerð verði rannsókn á ráðuneytunum þremur og þá sérstaklega horft til samskipta, ákvarðana og atburða sem tengjast falli bankanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×