Pólitík réði frekar en fagmennska 13. apríl 2010 06:00 innan við sex ár Ekki liðu sex ár frá því að bankarnir voru einkavæddir þar til þeir hrundu og drógu efnahag landsins með sér í fallinu. Samson keypti Landsbankann í október 2002 og S-hópurinn, í gegnum Eglu, Búnaðarbankann í nóvember sama ár. Áherslur í einkavæðingu bankanna slógu tón fyrir eignarhald þeirra. Fjármálaráðherra taldi slæm áhrif á samfélagið vegna hækkunar íbúðalána ásættanlegan fórnarkostnað til að halda Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við völdin. Fjöldi rangra ákvarðana var tekinn á síðustu árum sem olli því að efnahagshrunið varð verra en ella. Að mati rannsóknarnefndarinnar var tónninn strax sleginn með einkavæðingu bankanna, þegar pólitísk sjónarmið voru látin ráða ferðinni frekar en þau faglegu. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem tók við völdum árið 1999, hafði á stefnuskrá sinni að einkavæða bankana. Það var gert og ekki liðu sex ár þar til efnahagur bankanna – og landsins um leið – hrundi. Alþingi samþykkti í maí 2001 að selja hlut sinn í Búnaðarbanka og Landsbanka Íslands. Áður hafði hlutur ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verið seldur, en hann varð síðar sameinaður Íslandsbanka. Ætlunin var að ríkið hyrfi úr allri bankastarfsemi. Lögin voru einföld, ein setning: „Heimilt er að selja hlutafé ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.“ Engin ákvæði voru um hvernig að þeirri sölu skyldi staðið eða hvaða kröfur yrðu gerðar. Valgerður vann DavíðFramkvæmdarvaldinu var þannig gefið autt spil um hvernig standa skyldi að málum. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, viðurkenndi í yfirheyrslu nefndarinnar að líklega hefði umboðið verið of opið. Það hefði þó verið „barn síns tíma, framkvæmdarvaldið var náttúrulega mjög dóminerandi í þinginu á þeim tíma“. Stjórnin lagði því línurnar, en stjórnarflokkarnir voru ekki samstiga. Framsóknarflokkurinn vildi selja í báðum bönkum í einu, Sjálfstæðisflokkur láta Búnaðarbankann bíða. Valgerður vann rifrildið við Davíð „og þótti það nú ekki leiðinlegt“ eins og hún sagði við nefndina. Framan af var krafan um dreifða eignaraðild áberandi, auk þess sem í hvorum banka fyrir sig skyldi verða kjölfestufjárfestir. Það var tiltölulega nýtt orð í íslenskri tungu og þarfnaðist skýringar við. Hann er sá sem „hefur þekkingu og reynslu á sviði fjármálaþjónustu“ sagði iðnaðarráðherra í grein. Kjölfestufjárfestir gæti þannig aukið styrk bankans og gefið honum ný sóknarfæri. Samson ræður ferðinniSú krafa breyttist hins vegar þegar fjárafestingarhópur sýndi áhuga á að kaupa hlut í Landsbankanum. Hópurinn, sem síðar varð Samson, sendi tilboð til framkvæmdanefndar um einkavæðingu í júní 2002. Þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Guðmundsson vildu kaupa 33,3 prósent af hlutafé bankans og kauprétti að 10 prósentum heildarhlutafjár á næstu tveimur árum, samtals 43,3 prósentum. Áhugi stjórnvalda var vakinn og skipti þá litlu að Samson-menn höfðu enga reynslu af bankarekstri og féllu því ekki undir skilgreininguna um kjölfestufjárfesti. Af heimildum nefndarinnar að ráða leiða bréfaskriftir Samson-manna til þess að breyting varð „sem fól í sér verulega rýmkun frá fyrri kröfum“ varðandi þekkingu kjölfestufjárfestis á bankarekstri. Eins og sést hér til hliðar lýsti Steingrímur Ari Arason því yfir við nefndina, að hann hefði sagt sig úr einkavæðingarnefndinni vegna óeðlilegrar fyrirgreiðslu við Samson. Þeir hefðu fengið upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupin. Þá má nefna að fyrirtækið HSBC, sem var ríkisstjórninni til ráðgjafar, sendi starfsmanni einkavæðingarnefndarinnar tölvubréf 29. ágúst 2008. Í því er lýst möguleikum til að hagræða matsviðmiðum á þann hátt að tryggt sé að „preferred party“, sá aðili sem vilji stendur til að selja, komi vel út úr matinu. 70 prósent að láni hjá KaupþingiS-hópurinn keypti Búnaðarbankann í gegnum fyrirtækið Eglu. Alls fengust 35 prósent kaupfjár að láni hjá Landsbankanum og er það vel innan þeirra viðmiða sem sett voru. Skýrsluhöfundar benda þó á að ekki var sett bann við því í kaupsamningi að kaupendur legðu hin keyptu hlutabréf að veði vegna lánsfjármögnunar. Hins vegar voru settar tímabundnar takmarkanir á því hvenær heimilt yrði að gangast að þeim veðum. Niðurstaða nefndarinnar er hins vegar sú að tvær síðari greiðslur Samson, af þremur, til greiðslu á kaupunum hafi fengist að láni hjá Kaupþingi. „Þessar greiðslur námu samanlagt um 70 prósentum af kaupverði bankans eins og það varð endanlega að teknu tilliti til uppgjörs á samningsbundnum frádráttar- og afsláttarliðum.“ Samkvæmt kaupsamningi skyldi eiginfjárhlutfall kaupverðsins vera 34,5 prósent. Stjórnin lagði línurnarNiðurstaða nefndarinnar er að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að eignaraðild varð ekki dreifðari í bönkunum en raun ber vitni. Einkavæðingin hafi „á vissan hátt gefið tóninn fyrir það hvernig skipulag eignarhalds varð á íslenskum fjármálamarkaði“. Heimild Alþingis um sölu bankanna hafi verið allt of víð og of mikið vald sett í hendur framkvæmdarvaldsins. Reyndin hafi því verið sú að pólitík hafi ráðið ferðinni en ekki faglegt mat. Ákveðið hafi verið að selja báða bankana í einu þrátt fyrir óhagstæðar aðstæður á markaði. Kröfur og viðmið stjórnvalda hafi reynst óstöðug. Þá hafi pólitísk markmið ríkisstjórnarinnar um sölu bankanna stýrt ferð. Drífa hafi þurft í málinu fyrir lok kjörtímabils, hvað sem aðstæðum leið. @Fréttaskýring_03_Email:kolbeinn@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Áherslur í einkavæðingu bankanna slógu tón fyrir eignarhald þeirra. Fjármálaráðherra taldi slæm áhrif á samfélagið vegna hækkunar íbúðalána ásættanlegan fórnarkostnað til að halda Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki við völdin. Fjöldi rangra ákvarðana var tekinn á síðustu árum sem olli því að efnahagshrunið varð verra en ella. Að mati rannsóknarnefndarinnar var tónninn strax sleginn með einkavæðingu bankanna, þegar pólitísk sjónarmið voru látin ráða ferðinni frekar en þau faglegu. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem tók við völdum árið 1999, hafði á stefnuskrá sinni að einkavæða bankana. Það var gert og ekki liðu sex ár þar til efnahagur bankanna – og landsins um leið – hrundi. Alþingi samþykkti í maí 2001 að selja hlut sinn í Búnaðarbanka og Landsbanka Íslands. Áður hafði hlutur ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verið seldur, en hann varð síðar sameinaður Íslandsbanka. Ætlunin var að ríkið hyrfi úr allri bankastarfsemi. Lögin voru einföld, ein setning: „Heimilt er að selja hlutafé ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.“ Engin ákvæði voru um hvernig að þeirri sölu skyldi staðið eða hvaða kröfur yrðu gerðar. Valgerður vann DavíðFramkvæmdarvaldinu var þannig gefið autt spil um hvernig standa skyldi að málum. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, viðurkenndi í yfirheyrslu nefndarinnar að líklega hefði umboðið verið of opið. Það hefði þó verið „barn síns tíma, framkvæmdarvaldið var náttúrulega mjög dóminerandi í þinginu á þeim tíma“. Stjórnin lagði því línurnar, en stjórnarflokkarnir voru ekki samstiga. Framsóknarflokkurinn vildi selja í báðum bönkum í einu, Sjálfstæðisflokkur láta Búnaðarbankann bíða. Valgerður vann rifrildið við Davíð „og þótti það nú ekki leiðinlegt“ eins og hún sagði við nefndina. Framan af var krafan um dreifða eignaraðild áberandi, auk þess sem í hvorum banka fyrir sig skyldi verða kjölfestufjárfestir. Það var tiltölulega nýtt orð í íslenskri tungu og þarfnaðist skýringar við. Hann er sá sem „hefur þekkingu og reynslu á sviði fjármálaþjónustu“ sagði iðnaðarráðherra í grein. Kjölfestufjárfestir gæti þannig aukið styrk bankans og gefið honum ný sóknarfæri. Samson ræður ferðinniSú krafa breyttist hins vegar þegar fjárafestingarhópur sýndi áhuga á að kaupa hlut í Landsbankanum. Hópurinn, sem síðar varð Samson, sendi tilboð til framkvæmdanefndar um einkavæðingu í júní 2002. Þeir Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Guðmundsson vildu kaupa 33,3 prósent af hlutafé bankans og kauprétti að 10 prósentum heildarhlutafjár á næstu tveimur árum, samtals 43,3 prósentum. Áhugi stjórnvalda var vakinn og skipti þá litlu að Samson-menn höfðu enga reynslu af bankarekstri og féllu því ekki undir skilgreininguna um kjölfestufjárfesti. Af heimildum nefndarinnar að ráða leiða bréfaskriftir Samson-manna til þess að breyting varð „sem fól í sér verulega rýmkun frá fyrri kröfum“ varðandi þekkingu kjölfestufjárfestis á bankarekstri. Eins og sést hér til hliðar lýsti Steingrímur Ari Arason því yfir við nefndina, að hann hefði sagt sig úr einkavæðingarnefndinni vegna óeðlilegrar fyrirgreiðslu við Samson. Þeir hefðu fengið upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupin. Þá má nefna að fyrirtækið HSBC, sem var ríkisstjórninni til ráðgjafar, sendi starfsmanni einkavæðingarnefndarinnar tölvubréf 29. ágúst 2008. Í því er lýst möguleikum til að hagræða matsviðmiðum á þann hátt að tryggt sé að „preferred party“, sá aðili sem vilji stendur til að selja, komi vel út úr matinu. 70 prósent að láni hjá KaupþingiS-hópurinn keypti Búnaðarbankann í gegnum fyrirtækið Eglu. Alls fengust 35 prósent kaupfjár að láni hjá Landsbankanum og er það vel innan þeirra viðmiða sem sett voru. Skýrsluhöfundar benda þó á að ekki var sett bann við því í kaupsamningi að kaupendur legðu hin keyptu hlutabréf að veði vegna lánsfjármögnunar. Hins vegar voru settar tímabundnar takmarkanir á því hvenær heimilt yrði að gangast að þeim veðum. Niðurstaða nefndarinnar er hins vegar sú að tvær síðari greiðslur Samson, af þremur, til greiðslu á kaupunum hafi fengist að láni hjá Kaupþingi. „Þessar greiðslur námu samanlagt um 70 prósentum af kaupverði bankans eins og það varð endanlega að teknu tilliti til uppgjörs á samningsbundnum frádráttar- og afsláttarliðum.“ Samkvæmt kaupsamningi skyldi eiginfjárhlutfall kaupverðsins vera 34,5 prósent. Stjórnin lagði línurnarNiðurstaða nefndarinnar er að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að eignaraðild varð ekki dreifðari í bönkunum en raun ber vitni. Einkavæðingin hafi „á vissan hátt gefið tóninn fyrir það hvernig skipulag eignarhalds varð á íslenskum fjármálamarkaði“. Heimild Alþingis um sölu bankanna hafi verið allt of víð og of mikið vald sett í hendur framkvæmdarvaldsins. Reyndin hafi því verið sú að pólitík hafi ráðið ferðinni en ekki faglegt mat. Ákveðið hafi verið að selja báða bankana í einu þrátt fyrir óhagstæðar aðstæður á markaði. Kröfur og viðmið stjórnvalda hafi reynst óstöðug. Þá hafi pólitísk markmið ríkisstjórnarinnar um sölu bankanna stýrt ferð. Drífa hafi þurft í málinu fyrir lok kjörtímabils, hvað sem aðstæðum leið. @Fréttaskýring_03_Email:kolbeinn@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira