Enski boltinn

Rio Ferdinand: Tevez var latur á æfingum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carlos Tevez leggur sig ávallt allan fram í leikjum.
Carlos Tevez leggur sig ávallt allan fram í leikjum.

Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, segir að argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez hafi sparað sig á æfingum liðsins til að nota sem mesta orku í sjálfa leikina.

Tevez leikur nú með erkifjendunum í Manchester City en þessi lið mætast um næstu helgi.

„Carlos er athyglisverð persóna. Þegar hann var hjá United sparaði hann sig á æfingum og lagði sig ekki allan fram. Það er þó alls ekki hægt að segja að hann hafi verið latur í leikjum," sagði Ferdinand.

„Hann lagði sig allan fram í lyftingasalnum og æfði þar eins og atvinnumaður. Á fótboltaæfingum var hann latur. Þetta virkar ekki fyrir mig, ég verð að æfa af krafti á hverjum degi. Þetta virðist þó virka hjá Carlos og það er erfitt fyrir varnarmenn að glíma við hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×