Erlent

Merkel í heimsókn í Afganistan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angela Merkel er í óvæntri heimsókn í Afganistan. Mynd/ afp.
Angela Merkel er í óvæntri heimsókn í Afganistan. Mynd/ afp.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er komin til Afganistan en þar er hún í óvæntri heimsókn. Merkel lenti í borginni Kunduz í Afganistan í dag þar sem Þýskaland hefur herstöð. Þar var hún ásamt varnarmálaráðherra og starfsmannastjóra þýska hersins.

Ríkisstjórn Agnelu Merkel mun í næsta mánuði sækja eftir stuðningi þingsins við því að hafa 4800 hermenn í Afganistan. Stuðningur Þjóðverja við hersetu í Afganistan hefur minnkað mjög að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×