Erlent

Hungurverkfall í heilan áratug

Irom Shamala Hún er orðin afar veikburða eftir hungurverkfallið.
fréttablaðið/AP
Irom Shamala Hún er orðin afar veikburða eftir hungurverkfallið. fréttablaðið/AP
Irom Shamala, 38 ára gömul indversk kona, hefur ekki sjálfviljug sett mat inn fyrir varir sínar síðan 4. nóvember árið 2000. Í gær hafði hún því verið í hungurverkfalli í heilan áratug.

Hún hóf hungurverkfallið til að mótmæla lögum sem veita indverskum hermönnum heimildir til að handtaka og jafnvel skjóta uppreisnarmenn án dómsúrskurðar.

Hún var handtekin þremur dögum síðar og hefur þann áratug sem síðan er liðið fengið næringu í gegnum nefið, gegn vilja sínum.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×