Innlent

Hljóðskreytir stiklu fyrir stórmynd

Lag eftir tónlistarmanninn Jóhann Jóhannesson hljómar undir stiklu að stórmyndinni Battle: Los Angeles.

Það er lagið The Sun's gone dim sem hljómar undir stiklunni sem dramatísk í meira lagi. Sýnishornið sýnir dramatíska en hraða atburðarás þar sem jarðbúar berjast við verur utan úr geimnum og fljúgandi furðuhluti.

Það er nokkuð ljóst að kvikmyndinni er ætlað að verða stórmynd næsta árs. Þegar hefur um ein milljón manns kynnt sér stikluna með tónlistinni undir.

Í viðtali á RÚV segir Jóhann að það hafi verið gengið nokkuð á eftir honum með lagið.

Það hafi ekki verið fyrr en framleiðendurnir gerðu það að tillögu að hafa lagið undir, sem er angurvært, á meðan brjálæðisleg atburðarásin fer fram.

Annars má skoða stikluna hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×