Innlent

Fjórir karlmenn úrskurðaðir í 10 daga gæsluvarðhald

Fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.
Fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Mynd/Stöð2
Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í 10 daga gæsluvarðhald vegna skotárásar í Fossvogi í gærmorgun. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, en dómari féllst ekki á gæsluvarðhald yfir einum þeirra.

Upphaflega voru sex menn handteknir vegna málsins, og hafa fimm þeirra verið í haldi lögreglunnar frá því á hádegi í gær. Krafist var gæsluvarðhalds yfir þeim í dag en, eins og fyrr segir, féllst dómari bara á gæsluvarðhald yfir fjórum þeirra.

Yfirheyrslur yfir mönnunum stóðu yfir fram á kvöld í gær og var þeim haldið áfram í morgun.




Tengdar fréttir

Skotárás í Bústaðarhverfi: Ung börn á heimilinu

Grunur leikur á að skotárásin í Ásgarði í Bústaðarhverfinu í gærmorgun tengist handrukkun en á heimilinu eru hjón með ung börn. Sex voru handteknir og fimm gistu fangageymslur vegna málsins og hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×