Innlent

Tók fram úr bifreið og ók á gangandi vegfarendur

Valur Grettisson skrifar
Alvarlegt bílslys. Þyrla kom á vettvang og ferjaði hina slösuðu til Reykjavíkur.
Alvarlegt bílslys. Þyrla kom á vettvang og ferjaði hina slösuðu til Reykjavíkur. Mynd / Rósa Jóhannsdóttir

Ökumaður, sem var að taka fram úr á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu í gær, ók á karl og konu sem stóðu á miðjum veginum. Bifreið þeirra hafði áður endað utan vegar vegna hálku.

Menn á annarri bifreið komu þeim þá til hjálpar og drógu bílinn upp á veg og út í kant.

Það var þá sem ökumaður tók fram úr annarri bifreið með þeim afleiðingum að hann ók á konuna og manninn.

Sjúkrabílar frá Blönduósi og Hvammstanga voru sendir á vettvang ásamt tækjabíl.

Ástand hinna slösuðu var metið svo að þau þyrftu að komast á hátæknisjúkrahús, svo kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti þau og flutti á Landsspítalann í Reykjavík í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er málið í rannsókn þar auk þess sem rannsóknarnefnd umferðarlysa rannasakar málið.

Ekki er vitað um líðan hinna slösuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×