Innlent

Úlpuþjófurinn ófundinn

Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Valhúsaskóla, segir málið hafa verið sent til lögreglunnar.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Valhúsaskóla, segir málið hafa verið sent til lögreglunnar.

Stúlkan sem sást taka fimm úlpur úr fatahenginu í Valhúsaskóla í fyrramorgun var ófundin síðdegis í gær. Hún sást greinilega á öryggismyndavélum.

Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Valhúsaskóla, segir málið hafa verið sent til lögreglunnar. Jafnframt hafi verið send tilkynning um þjófnaðinn í aðra grunnskóla til þess að vara fólk við.

Úlpurnar sem stolið var voru frá 66° Norður. Slíkar úlpur geta kostað allt að sjötíu þúsund krónur. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×