Jónmundur segir flokkinn ekki ofurseldan atvinnulífinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2010 18:45 Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira