Erlent

Hitabeltisstormurinn Tómas ógnar íbúum Haíti

Hitabeltisstormurinn Tómas gæti aftur náð fellibylssyrk síðar í vikunni þegar hann skellur á Haíti en Tómas hefur herjað á Karabíska hafinu undanfarna daga.

Stjórnvöld og hjálparstofnanir á Haíti undirbúa sig nú yfir komu Tómasar en ennþá dveljast um milljón manns á eyjunni í tjöldum eftir jarðskjálftann mikla sem varð þar í janúar síðastliðnum.

Ekki er talinn neinn möguleiki á að rýma tjaldbúðirnar en allir sem geta eru beðnir um að koma sér í skjól hjá vinum og vandamönnum. Tjöldin munu hinsvegar fjúka á haf út þegar Tómas nær landi á Haíti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×